Ríkey

föstudagur, júlí 23, 2004

Var að kaupa mér flugmiða út til Þýskalands. Þar með er það ákveðið að ég fer út 18.sept.  Mér finnst þetta samt eitthvað svo fjarlægt að ég skuli vera að fara að flytja til útlanda og það bara eftir tæpa tvo mánuði. Ég og Hafrún ætlum að hittast á morgun og leita okkur að íbúð í gegnum netið. Vona að það gangi vel annars verðum við bara á götunni fyrstu dagana. Það vill til að það er yfirleitt gott veður þarna á haustin. Týpískt að það breytist bara af því að ég er að koma;) Nei best að hugsa ekki svona.
Fór áðan að leita mér að nýjum gleraugum og það er ekkert grín. Maður sér kannski eina umgjörð sem lítur vel út í hillunni, setur hana svo á sig og lítur í spegilinn en hvað þá.... þá sé ég bara ekki neitt nema halla mér alveg upp að speglinum og gretta mig pínu. Þá sé ég samt bara eitthvað greppitrýni horfandi á mig í gegnum einhver skítug og skrítin gleraugu. Endaði nú samt á því að finna nokkrar umgjarðir og fékk þær lánaðar heim yfir helgina. Þannig að ykkur er velkomið að koma í heimsókn til mín um helgina og segja ykkar álit. Veit nebbla ekki alveg hvað ég vil.
En núna ætla ég að fara og hvíla mig eftir erfiðan dag. Hélt á tímabili að ég myndi rigna niður því það var eins og það hefði verið hleypt úr sundlaug rétt fyrir ofan hausinn á manni. En á bara eftir að vinna eina viku í viðbót og er svo komin í hið stórskemmtilega upplestrarfrí fyrir haustprófin, veivivievie......