Ríkey

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Ég er í sjokki...fór nebbla í leikfimi í gær. Fór sem sagt í leikfimihúsið hérna í háskólanum og keypti mér kort þar, en maður færi ekki að byrja að æfa nema fara í gegnum 2 tíma prógramm með þjálfara. Jú það var nú bara fínt nema hvað það voru gerð allskonar próf eins og þolpróf og lungapróf og fitumæling og þyngdarmæling og alls konar. Nema hvað ég hef aldrei á ævinni verið í verra ástandi:( þannig að þjálfarinn setti upp prógramm fyrir mig og núna er það bara að henda öllu íslenska namminu og minnka bjórdrykkjuna (ekki hætta henni þó alveg) og hlaupa hlaupa hlaupa...... svo kemur maður heim um jólin og bætir öllu á sig aftur, en það tilheyrir nú bara jólunum;)
Núna þá styttist í að mamma og pabbi komi í heimsókn, held að þau séu meira að segja lent. En þau koma hingað seinnipartinn (það er hádegi núna). Þannig að það er best að drífa sig í Mensuna (mötuneyti skólans) og fá sér ljúfengann hádegismat, fara svo í tíma og tékka svo á gamla settinu hvort þau séu nokkuð búin að villast:)