Ríkey

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Nú er frost á Fróni....eða að minnsta kosti hérna hjá mér. Veturinn er greinilega að byrja í Karlsruhe allavegana er búið að vera kalt núna í tvo daga. Var að koma inn eftir að hafa hjólað úr skólanum og mér er svo kalt að ég get varla skrifað á lyklaborðið. En þýðir víst lítið að kvarta því það er búið að vera svo gott veður hingað til, maður getur ekki haft sumar allt árið um kring.
En síðasta helgi var mjög viðburðarík. Mamma og pabbi komu í heimsókn ásamt vinahjónum sínum. Ekki var setið auðum höndum heldur keyrt út um allt á fína bílaleigubílnum sem þau tóku sér. Ég kynntist nokkrum nýjum veitingastöðum hérna um helgina og liggur við ennþá södd eftir allt átið. Býst ekki við svona áti aftur fyrr en um jólin, en það er nú ekki neitt svo langt þangað til.
En fórum í gær í fyrsta aerobik tímann hérna og vá hvað manni leið vel eftir þetta. Finn samt smá fyrir strengjum í dag en það er nú allt í lagi, er að fara í jóga á eftir og teygi vel á þar. En best að drífa sig að opna bækurnar, þær lesa sig víst ekki sjálfar.
Bis später.....