Úti er alltaf að snjóa, gráttu ekki elskan mín þó þig vanti vítamín...... já hið ótrúlega hefur gerst það fór að snjóa hér í Karlsruhe. Allir búnir að segja okkur að það snjói eiginlega aldrei hérna og að í fyrra hafi bara snjóað 2. Fórum í kulda og rigningu til Elínar í sex & the city kvöld í kvöld. Horfðum á þáttinn og svo auðvitað aðeins meira, kjöftuðum helling og ætluðum svo að koma okkur heim. Þegar út var komið þá héldum við að rigningin væri orðin svona þétt en viti menn það var hvítt á bílunum og hjólin okkar voru hvít. Held að ég hafi aldrei áður hjólað í snjókomu. Já mér finnst þetta alveg magnað. Það mætti halda að ég hefði aldrei áður upplifað snjó. En ég held að þetta verði nú farið á morgun þetta var nú ekki merkilegri snjókoma en það:)
En best að fara koma sér í háttinn og fara að skjálfa sér til hita:þ
En best að fara koma sér í háttinn og fara að skjálfa sér til hita:þ