Ríkey

sunnudagur, desember 12, 2004

Fór í bíó í gær á Die kalte See eða eins og hún heitir á frummálinu Hafið. Já það var verið að sýna íslensku myndina Hafið. Hún var sýnd á íslensku með þýskum texta. Var að sjá hana í annað skiptið en fannst hún samt alveg jafn skemmtileg. Er samt ekki alveg viss um að allir þjóðverjarnir hafi skilið alla brandarana en við skemmtum okkur konunglega.
Í dag fengum við svo heimsókn frá Familie Burkard. Hafrún stóð sig eins og hetja og bakaði pönnukökur, uhmmm þær voru svo góðar. Fórum svo á jólamarkaðinn með þeim og við Hafrún skelltum okkur á skauta með strákunum. Ótrúlegt hvað maður er góður á skautum eða ekki:) Datt að minnsta kosti ekki sem er mjög góður árangur fyrir mig.