Ríkey

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Það hlaut að koma að því að mig færi að dreyma á þýsku. Það gerðist síðustu nótt og ekki nóg með það að mig hafi dreymt á þýsku þá var ég líka að rífast, ég var alveg brjáluð. En svo sem gott að taka skapvonskuna út í draumi en ekki vöku:)
Er alltaf að prófa eitthvað nýtt meðan ég er hérna í Karlsruhe. Í dag fórum við Hafrún í blak. Það er sem sagt opinn tími í skólanum og fólk er svona misgott og tekur hlutunum misalvarlega. Við komum þarna og vorum eins og hálfgerðir álfar út úr hól en byrjuðum á mjög léttum boltaleik sem upphitun. Síðan var skipt í lið og ég lenti í fínu liði þar sem það skipti ekki alveg öllu máli að vera góður heldur meira að reyna að gera eitthvað. Hafrún var hins vegar ekki jafn heppin og liðið hennar tók hlutunum meira alvarlega. Ég var smá stressuð fyrst en svo var bara gaman og maður var alveg að skora stig og sýna góða takta (þó misgóða). Brunuðum síðan beint í jóga og þar var slappað vel af. Meira segja svo vel að ég svo gott sem sofnaði:) Eftir allt þetta vorum við nú orðnar ansi þreyttar en þá var best að bruna heim í sturtu og borða og svo að taka sig til því við vorum boðnar í afmæli. Munaði þó mjög litlu að við hefðum sofnað yfir kvöldmatnum en náðum að rífa okkur upp á rassgatinu og gera okkur fínar og sætar og örkuðum svo af stað í afmælið. Það var Dan (frá Rúmeníu) sem átti afmæli og við keyptum svo fína afmælisgjöf, en það var diskókúla (sem stendur á borði og snýst) og hún sló aldeilis í gegn í afmælinu. Það var strax kveikt á henni og allir héldu að þeir væru komnir á diskótek, kannski hjálpaði áfengið fólki í þeim misskilningi. En var bara róleg og fékk mér aðeins eitt glas af Glühwein (svipað íslenska jólaglögginu). Síðan ætluðum við að vera svo tímanlega að koma okkur heim og vorum búnar að tékka á því hvenær síðasti strassinn(sporvagn) færi. Jú jú mættum meira að segja tímanlega á stoppistöðina en viti menn þegar við settumst upp í og hann keyrði af stað þá fór hann í hina áttina þannig að við þurftum að hoppa út á næstu stöð sem var nú reyndar bara handan við hornið og taka annan sem fór samt ekki alla leið heim með okkur. En komumst nú heim á endanum. Alveg ótrúlega busy þriðjudagur. En þegar við vorum á leiðinni heim þá fór ég að finna fyrir verkjum í annarri hendinni og það er eftir blakið þar sem að hendurnar eru ekki alveg vanar því að láta bolta smassast á sér og líka það að maður kann svo sem ekki alveg réttu handtökin. En maður er glæsilegur með marbletti á fótunum eftir fótboltann á sunnudaginn og eftir hjólið mitt (dúndraði því nebbla í sköflunginn á mér, algjör klaufi) og svo núna verða hendurnar bláar eftir blakið. Kannski að maður mæti í bómull í næstu viku, þá ætti ekki að vera vandamál að fórna sér fyrir boltann;)