úff enn og aftur er helgin búin þó ekki alveg. Fór á föstudaginn í heimsókn til Wernersberg ( þar sem ég var skiptinemi) komst loksins til þeirra. Þetta var nebbla 4. tilraunin til þess að fara í heimsókn. Ég spilaði Matador(Monopoly) í 2,5 tíma. Ótrúlega gaman og langt síðan ég hef spilað eitthvað. Fór síðan með þau öll 4 (þ.e. krakkana) í göngutúr að skoða hestana þeirra. Komst að því að það er ekki auðvelt að vera fjögurra barna móðir, úffff......
Helgin var svo bara svona í rólegri kantinum, ótrúlega gott að geta slappað aðeins af. Sat í gærkvöldi bara upp í sófa, undir teppi og horfði á hina stórskemmtilegu Bridget Jones. Fór síðan í dag í hinn vikulega sænsk-íslenska fótbolta í glampandi sól en samt var nú smá kalt. Það mætti nú samt eiginlega kalla þetta íslenskann stelpubolta því í dag þá fjölmenntum við Íslensku stelpurnar og aðeins einn svíi mætti. Svo má ekki gleyma íslensku strákunum sem sýndu snilldartakta, þó svo að engum hafi tekist að slá Ástu út hvað taktana varðar. Hún sló gjörsamlega í gegn svona fyrir utan það að hún skoraði flest mörk fyrir sitt lið. Hver segir svo að stelpur kunni ekki að spila fótbolta:)
Helgin var svo bara svona í rólegri kantinum, ótrúlega gott að geta slappað aðeins af. Sat í gærkvöldi bara upp í sófa, undir teppi og horfði á hina stórskemmtilegu Bridget Jones. Fór síðan í dag í hinn vikulega sænsk-íslenska fótbolta í glampandi sól en samt var nú smá kalt. Það mætti nú samt eiginlega kalla þetta íslenskann stelpubolta því í dag þá fjölmenntum við Íslensku stelpurnar og aðeins einn svíi mætti. Svo má ekki gleyma íslensku strákunum sem sýndu snilldartakta, þó svo að engum hafi tekist að slá Ástu út hvað taktana varðar. Hún sló gjörsamlega í gegn svona fyrir utan það að hún skoraði flest mörk fyrir sitt lið. Hver segir svo að stelpur kunni ekki að spila fótbolta:)