Ríkey

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Eftir miðskemmtilega nótt í fyrrinótt og ekkert sérlega góðan dag í gær þá er mér loksins farið að líða betur. Var nebbla veik þarna í fyrrinótt og í gær, ekki gaman. En hver nennir að vera veikur þannig að ég fór í skólann í dag enda leið mér mikið betur. Reyndar þá þurfti ég alveg að taka á öllu mínu til að komast þangað. Var alveg að komast að byggingunni þar sem tíminn minn var þá fékk ég þessa þvílíku vindhviðu í fangið og ég held að ég hafi fokið til baka um marga metra. Fyrir utan það þá var ég öll aum í andlitinu því ég held að ég hafi hálft tré í andlitið, það er laufin af hálfu tréi. Mæli ekki með því, frekar vont;)
En það er kominn matur og svo er magadans. Þannig að best að drífa sig:)
Later