Ríkey

mánudagur, desember 06, 2004

2. í aðventu búinn sem og viðburðarík helgi. Byrjaði með afmælisboði hjá Jóni Geir á föstudaginn þar sem að hann var búinn að baka fjall af pönnukökum. Síðan fórum við í hópferð í bíó að sjá Bridget Jones 2 og ég skemmti mér alveg konunglega. Myndin stóð algjörlega undir væntingum og mig langar eiginlega bara að sjá hana aftur. Bara svona til að hafa það á hreinu þá var myndin sýnd á ensku, hefði ekki dottið í hug að sjá hana á þýsku. Fórum síðan og fengum okkur kvöldmat og kíktum svo nokkur í Latino partý á stúdentagörðunum sem eru í næstu götu við okkur. Það var nú rólegasta partý sem ég hef komið í lengi. Fékk mér einn bjór og rölti svo heim enda var ég alveg að sofna.
Laugardagurinn byrjaði í rólegheitunum en mikil dagskrá var framundan. Við Hafrún tókum okkur til og röltum svo af stað að hitta Bjargeyju og Ástu. Við kíktum í eina búð hjá íslenskum hönnuði og fengum þar te og smákökur. Síðan var ferðinni heitið til Baden-Baden þar sem við fórum í spa. Þar voru allskonar heitir pottar sem voru nú svona misafslappandi. Því sumir voru með svo miklu bubbli að það var ómögulegt að standa kyrr. En fórum svo í gufu með piparmyntu lykt í eða eitthvað álíka. Því næst fórum við inn í afslöppunarherbergi þar sem að maður gat lagst á bekk og hvílt sig undir einhverjum ljósum sem hengu í loftinu. Þar var líka nuddstóll sem var alveg ótrúlega þægilegur. Ef að þið eruð í vandræðum með hvað þið eigið að gefa mér í jólagjöf þá langar mig í einn svona stól:)
Eftir allt þetta þá var kominn tími til að fara gera sig sætar og fínar. Við hertókum 4 spegla sem voru þarna og máluðum okkur, blésum og sléttuðum og krulluðum hárið. Fólk var farið að horfa ansi mikið á okkur og einn strákur sem gekk framhjá sagði að þetta væri eins og fyrir photoshoot, við vorum sem sagt alveg eins og model;) Eftir allt þetta þá drifum við okkur út því við vorum of seinar í kokteilboðið. Það var nebbla 1.des hátíð FÍK. Komum á seinna hundraðinu heim til jónanna og vorum náttla allt of seinar en samt ekki alveg tilbúnar. Kláruðum að gera okkur tilbúnar, fengum eitt glas af bollunni sem var í boði og hlupum svo af stað á veitingastaðinn þar sem við borðuðum. Fengum mjög góðan mat og ekkert smá mikið af mat, það var bara endalaust borið í okkur. Komum okkur svo loksins af stað í partýið. Eftir að allir voru mættir í partýið og komnir í góðan gír þá byrjuðum við nýliðarnir með skemmtiatriðið okkar. Við slógum náttla í gegn með frábærum dansi og eftir það þá tók við ótrúlega skemmtilegur leikur þar sem við píndum hina:) Þegar skemmtiatriðin voru búin þá tók við villtur dans langt fram undir morgun.
Sunnudagurinn var svo dagur afslöppunar. Undir kvöldmatarleytið þá kíktum við aðeins á jólamarkaðinn og fengum okkur steik í brauði. Í eftirrétt fengum við okkur svo vöflu sem var algjör vonbrigði. Verð að prófa eitthvað annað næst;)

Fór svo í tíma í morgun og hélt að ég yrði ekki eldri. Það var svo kalt inni í stofunni að ég var að frjósa. Það sátu allir í úlpunum sínum og það lá við að maður yrði að hafa vettlinga. Þannig ef að ég verð veik þá er það allt skólanum að kenna.

Afmælisbarn dagsins í dag er Katy og óska ég henni til hamingju með daginn.

En best að fara að læra. Það er víst orðið allt of stutt í þetta blessaða próf mitt og það styttist óðfluga í að ég komi heim, já á morgun er bara vika þangað til að ég kem. Þannig að allir á klakanum geta farið að undirbúa sig undir heimkomu mína;)
En þar til síðar adios amigos.......