Ríkey

sunnudagur, desember 26, 2004

Gleðileg jól allir saman.
Já maður er kominn á klakann og jólin komin og allt.
Svo að ég byrji nú á byrjuninni þá kom ég heim 14.des eftir frekar langa heimferð, 9 tíma bið á Stansted. Fór svo í próf 16.des og sem betur fer er ekkert komið út úr því enn þannig að ég gat haldið gleðileg jól;) Var síðan bara í mestu rólegheitum að kaupa jólagjafir meðan meiri hluti Íslendinga hljóp um verslanirnar eins og geðveikt fólk. Alveg magnað hvað fólk getur orðið klikkað svona rétt fyrir jólin. Á Þorláksmessukvöld fór ég síðan á Bubba tónleika, verð að viðurkenna að ég bjóst við aðeins skemmtilegri stemmingu en þetta voru nú alveg ágætir tónleikar. Síðan komu jólin og ég er búin að liggja í leti og borða á mig gat. Vakna södd og sofna södd, er það ekki svona sem jólin eiga að vera:)