Ríkey

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Jæja þá er alvara lífsins aftur tekin við. Já skólinn kominn á fullt og það styttist óðum í prófin, vei;) En ég var aðeins að skoða netið áðan og rakst þá á þetta. Merkilegt nokk að Einstein var 100 árum eldri en ég. Fæðast ekki svona snillingar bara einmitt á 100 ára fresti?
En mig langar til að óska Eyrúnu og Unnari til hamingju með nýfædda soninn. Hlakka ekkert smá til að sjá myndir sérstaklega þar sem að þegar ég kem næst heim þá verður hann næstum farinn að ganga, úff furðuleg tilhugsun.
Ætli ég fari ekki að segja góða nótt núna því ég þarf að vakna svo snemma í fyrramálið. Það er nebbla double tími á morgun því það féll niður tími í des. Frábært það er nú erfitt að halda einbeitingu í 1 og 1/2 tíma venjulega en 3 tímar um það sama þetta verður skrautlegt. Ætli það sé ekki bara einn sterkur kaffibolli í morgunmatinn á morgun, hehe;)
En Gute Nacht......