Ríkey

sunnudagur, maí 08, 2005

Núna er hin opinbera heimsókn frá Íslandi hafin, hún hófst með pompi og prakt á föstudaginn. Veðrið hefur nú ekki verið að sýna sínar bestu hliðar hingað til, mikið búið að rigna en sem betur fer erum við nú vatnsheldar. Reyndar þá lítur allt út fyrir ágætis veður í dag. Dagurinn í dag byrjaði vel fyrir mæðurnar enda er mæðradagurinn í dag. Ég og Hafrún fórum út í bakarí og keyptum alls konar góðgæti. Fórum svo heim og færðum öllum í rúmið og vakti það mikla lukku:)
En best að drífa sig út því ferðinni er heitið út í hallargarð í piknik og nánari skoðun á bænum. Segi nánar frá helginni þegar tími gefst, ásamt því að setja inn myndir:)