Ríkey

laugardagur, apríl 30, 2005

Váááááááá.......hvað það var gott veður í dag. Sólin skein í allan dag og það var mjög heitt. Í kvöld klukkan hálf tíu var ennþá 22°C hiti úti. Vona að þetta veður sé komið til að vera. Gæti reyndar valdið vandræðum þegar maður þarf að læra, hummm spurningin um að æfa sig að lesa úti í sólinni. Allavegana þá var þvílíkt líf og fjör hérna í dag. Allir úti eins lítið klæddir og þeir mögulega gátu. Á morgun(sunnudag) er búið að plana að liggja úti í sólinni og gera ekki neitt nema kannski borða ís:)
En fórum á vorhátið í Stuttgart á föstudagskvöldið. Það var þvílíkt gaman og þvílík stemming þarna. Sátum inni í svona bjórtjaldi, risa stóru, þar sem allir stóðu uppi á bekkjunum sem voru við borðin og dönsuðu og sungu. Til þess að vera minna útlendingslegur þá gerðum við slíkt hið sama og skemmtum okkur mjög vel. Reyndar þegar maður er alltaf að standa upp og setjast svo aftur og klöngrast eitthvað þarna (það er nebbla ekki mikið pláss þarna) þá uppskar maður nokkra marbletti og kúlu á sköflunginn en vel þess virði. Svo af því að við erum svo skemmtileg þá var þjóninn farinn að þekkja okkur og sagði bara jæja hvað vilja íslendingarnir núna;)
En best að fara að sofa til að vera úthvíld áður en ég fer í leti morgundagsins;)