Ríkey

sunnudagur, apríl 17, 2005

Jæja sem betur fer er helgi. Það var nóg að gera í síðustu viku en á mánudaginn byrjaði kennsla aftur, þ.e. næsta önn byrjaði. En ekki nóg með það heldur var ég í síðasta prófinu mínu núna á föstudaginn. Þannig að það var nóg að gera að mæta í tíma og læra undir próf. En þetta er búið og ég náði öllum prófunum:) Hafrún kláraði sín próf á miðvikudaginn þannig að á föstudagskvöldið var haldið upp á próflokin með því að við fórum, ásamt Jóni Geir, Bjargeyju og Togga og fengum okkur þvílíka risa hamborgara og svo í bíó. Sáum myndina Coach Carter, alveg ágætis afþreying en ekkert mikið meira en það. En maður var samt alveg uppfullur af trú á sjálfan sig því þetta var svona "you can do it" mynd.
Verð eiginlega að viðurkenna að þetta var svona hálfgerð bíómynda helgi, því í gær leigðum við okkur 2 vídeómyndir og horfuð á. Erum alveg að njóta þess að vera ekki lengur í prófum:)

En núna bíð ég bara eftir því að það komi fimmtudagur, því þá fer ég til Danmerkur í fyrsta skipti á ævinni. Já maður hefur ferðast hinum megin á hnöttinn en aldrei farið til hinna norðurlandanna. En loksins er komið að því. Verð því miður ekki mjög lengi en ætla hins vegar að reyna að nýta tímann til fulls og hitta sem flesta sem ég þekki sem búa þarna. Verst að maður kann ekkert í dönsku nema kannski "Jeg skal ha en stor öl" en kannski er það það eina sem ég þarf að kunna;)