Ríkey

föstudagur, apríl 08, 2005

Vaknaði í morgun með fögur fyrirheit um það að fara út og skokka. Dreif mig framúr, leit út um gluggann og sá rigningu og rok......... ekki ákjósanlegt veður til að fara út í til að skokka þannig að ég ákvað bara að sleppa því og fara að læra í staðinn. Síðan ég settist niður til að læra þá er veðrið bara búið að batna, samt ekki orðið neitt gott. Fer bara kannski á morgun að skokka. Alltaf gott að stefna að einhverju:) Er búin að ætla mér að fara út að skokka síðan ég steig á viktina eftir Spánarferðina, en hef ekki ennþá komið mér af stað. En það skal takast, einn góðan veðurdag.
Held samt að aldurinn sé farinn að segja til sín. Getur fólk ekki alltaf sofið minna eftir því sem það verður eldra? Já það gerðist bara strax í morgun, ég er búin að stilla klukkuna á sama tíma alla vikuna og aldrei getað vaknað á réttum tíma fyrr en í morgun. Held samt að það hafi bæst við ein hrukka í nótt, en hef ekki miklar áhyggjur - Inga systir ætlar nebbla að strauja þær allar í burtu þegar hún kemur í heimsókn eftir mánuð.
En læra læra svo ég geti farið og fengið mér eitthvað gott í gogginn í hádeginu með góðri samvisku. Hlakka reyndar til í kvöld því þá ætlum við að borða saman nokkur heima hjá Konna. Hann ætlar að töfra fram eitthvað girnilegt, ætlar reyndar að fá smá aðstoð frá okkur stelpunum. Eða það heldur hann.......við ætlum bara að segja honum hvað hann á að gera og sitja með tærnar upp í loft hehehe......nei nei við erum ekki svo vondar:) Jón Geir varaði Konna þó við, hann heldur að við séum einhverjar gribbur í eldhúsinu, skil ekki hvaðan hann hefur þær hugmyndir.....