Ríkey

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Mér finnst rigningin góð...................en það mætti samt rigna aðeins minna. Þetta er nú víst gott fyrir gróðurinn, er það ekki annars sagt alltaf:) Er reyndar ekki frá því að öll trén séu orðin grænni eftir að það fór að rigna. En mér finnst alltaf jafn fyndið að sjá fólk á hjóli með regnhlíf. Hef ekki prófað það sjálf, hef áhyggjur að ég færi mér og öðrum að voða ef ég myndi reyna það.

Í síðustu viku byrjaði ný önn hérna í skólanum og þar með nýjir kúrsar. Á síðustu önn var ég aldrei í það fjölmennum kúrsum að kennararnir þyrfu að tala í míkrafón. En það breyttist núna á þessari önn. Hef nú svo sem alveg verið í fyrirlestrum á Íslandi þar sem að kennarinn er með svona lítinn nettann míkrófón sem er nældur í barminn á kennaranum. En hérna þekkist það greinilega ekki því á mánudaginn þá hengdi kennarinn míkrafón í fullri stærð (jafn stóran og fólk notar til að syngja í) í snúru utan um hálsinn á sér og talaði í hann. Það var nú hálf kjánalegt að sjá þetta. Míkrafóninn náði frá hálsi og næstum niður að nafla. Annað sem ég er búin að taka eftir er að íslendingar eru nú ekki neitt svo dónalegir. Þegar fólk kemur of seint í tíma heima þá reynir það oftast að koma sér hljóðlega inn en hérna kemur fólk of seint og skellir hurðum á eftir sér, sest niður og byrjar að tala við næsta. Alveg magnað...........