Fína afmæliskakan mín:)
Já á föstudaginn hittumst við nokkrir Íslendingar og elduðum saman þennan þvílíkt góða mat, svo fékk ég þessa fínu köku og það var sungið fyrir mig og allt. Svo þurfti ég náttúrulega að blása á kertin eins og í alvöru afmæli og það hófst þótt ótrúlegt megi virðast, þetta voru nú ansi mörg kerti:) En ég vil bara þakka fyrir öll sms-in, emailin og hringingarnar sem að ég fékk. Gaman að fá svona á afmælisdaginn.
Á morgun byrjar svo skólinn aftur, það er að segja kennslan hefst í fyrramálið en ég á nú samt eftir eitt próf. Já alveg magnað þetta fyrirkomulag hjá þjóðverjunum að maður geti ennþá verið í prófum þegar ný önn byrjar. Þannig að best fyrir mig að drífa mig í háttinn svo að ég geti vaknað í fyrramálið.
Gute Nacht....