Ríkey

sunnudagur, júlí 24, 2005

Þjóðverjar eru stundum soldið skrítnir. Ég er búin að reyna að vera dugleg að hreyfa mig núna undanfarið og það er stundum soldið skrítið fólk í leikfiminni. Mjög margir mæta í inniskóm eða Flipflops (sandalar með bandi á milli stóru tánnar og næstu) en fólk er reyndar ekki að hlaupa í þeim en soldið fyndið samt. Svo í gær þá kemur einn labbandi inn í tækjasalinn og hvað haldiði....hann var í gallabuxum. Hvað er fólk að spá.......það er ekki hægt að hreyfa sig neitt sérlega mikið í gallabuxum. Ég myndi allavegana ekki leggja í það.

Ég fór í fyrsta prófið mitt síðasta fimmtudag og það gekk bara ágætlega. Þannig að núna er bara að reyna að læra fyrir næsta. Tók mér samt pásu í gærkvöldi og fór með Bjargeyju og Elu (bekkjarsystur Bjargeyjar) á Das Fest, sem þýðir Hátíðin á íslensku. Það er svona tónlistarhátíð sem er ókeypis inn á og fullt af hljómsveitum spila. Eins og það er mikið af fólki þarna þá var fyrsta fólkið sem við sáum Stefanía og Gísli. Við fórum í gær til að hlusta á uppáhalds þýsku hljómsveitina okkar en það er hljómsveitin Juli. Þetta var mjög skemmtilegt því við héldum að þau myndu bara spila nokkur lög en nei þetta voru bara alvöru tónleikar og þau spiluðu í rúman 1 og 1/2 tíma. Það var alveg þvílík stemming þarna og fólk á öllum aldri dansandi og syngjandi.

Hafrún og pabbi hennar voru að fara út en þau eru að fara á Formúluna núna. Mér finnst miklu skemmtilegra að sitja hérna heima og læra:( Nei nei ég segi nú bara svona, vona að það verði gaman hjá þeim, veit reyndar að það verður það. En best að læra núna svo ég geti kannski tekið mér pásu og horft á formúluna í imbanum á eftir.
En þar til síðar.... chiao;)