Ríkey

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Í dag fluttum við Hafrún út úr íbúðinni okkar. Það er alveg magnað hvað það getur leynst mikið dót inni í einni íbúð. Skil ekki alveg hvaðan þetta kom allt, held að hluti hafi komið af himunum ofan bara sisvona;) En flutningarnir gengu mjög vel enda fengum við 3 vaska sveina til að aðstoða okkur, þá Jón Atla, Jón Geir og Tryggva. Takk fyrir strákar. Svo á morgun verður svaka stuð en þá ætlum við Hafrún að þrífa íbúðina, get varla beðið:)
Best að fara að koma sér í háttinn því við ætlum að byrja snemma.
Góða nótt.....