Suma daga er maður alveg andlaus, ég sit hérna fyrir framan tölvuna og á að vera að skrifa ritgerð en það kemur bara ekki neitt. Kannski að ég losni við ritstífluna með því að blogga smá;)
Ég er búin að komast að því að það býr ótrúlega mikið af skrítnu fólki í Reykjavík og allt þetta fólk ferðast með strætó. Þar sem að ég ferðast líka með strætó þá hlýt ég nú líka að vera pínu skrítin, hehe..... en það getur verið mjög gaman að sitja og hlusta á hvað hinir eru að tala um. Það styttir allavegana tímann sem strætóferðin tekur. En ég held að ég sé bara alveg búin að taka strætó í sátt aftur eftir margra ára hlé á strætónotkun. Það besta er að maður þarf ekkert að vera vaknaður þegar maður fer af stað eins og þegar maður þarf að keyra sjálfur. Versta er samt hvað manni getur orðið kalt við að bíða eftir þessum annars fína einkabíl;)
Jæja best að fara að halda áfram að læra og athuga hvort andinn hafi komið yfir mig.......
Ég er búin að komast að því að það býr ótrúlega mikið af skrítnu fólki í Reykjavík og allt þetta fólk ferðast með strætó. Þar sem að ég ferðast líka með strætó þá hlýt ég nú líka að vera pínu skrítin, hehe..... en það getur verið mjög gaman að sitja og hlusta á hvað hinir eru að tala um. Það styttir allavegana tímann sem strætóferðin tekur. En ég held að ég sé bara alveg búin að taka strætó í sátt aftur eftir margra ára hlé á strætónotkun. Það besta er að maður þarf ekkert að vera vaknaður þegar maður fer af stað eins og þegar maður þarf að keyra sjálfur. Versta er samt hvað manni getur orðið kalt við að bíða eftir þessum annars fína einkabíl;)
Jæja best að fara að halda áfram að læra og athuga hvort andinn hafi komið yfir mig.......