Ríkey

mánudagur, janúar 30, 2006

Eins og venjulega þá er tíminn allt of fljótur að líða. Ég sem ætlaði að gera svo margt meðan Óli væri úti en svo er hann bara að koma heim í kvöld og ég ekki búin að gera nema rétt svo helminginn af því sem ég ætlaði að gera. Líklega er það vegna þess að eins og venjulega ætlar maður að gera allt á engum tíma:)
En ég gerðist menningarleg um helgina og fór að sjá Carmen. Ég hélt að ég væri að fara að sjá óperu og var því mjög spennt því ég hef aldrei áður farið að sjá óperu. En mér fannst þetta vera meira eins og söngleikur. En vá þvílíkt flottir dansar og dansarar. Ég horfði eiginlega meira á þau heldur en söngvarana. En svona í heildina þá var þetta alveg ágætis skemmtun:)