Ríkey

fimmtudagur, júní 15, 2006

Erum komin heim frá Ameríkunni. Lentum á Keflavíkurflugvelli í rigningu og roki og fengum í tilefni góðs veðurs að ganga frá vélinni og út á völlinn og svo inn í flugstöðina. Ótrúlega hressandi svona klukkan 6 að morgni:) En síðan við lentum hefur hressleikinn ráðið ríkjum og er ég mjög stoltur eigandi nýrra hlaupaskóa sem hafa verið notaðir bæði í gær og í dag, ég er mjög stolt af sjálfri mér;)
En er farin að hlakka til helgarinnar því við erum að fara vestur á/í (er ekki alveg viss hvort maður segir) Bolungarvík í brúðkaup hjá Katrínu og Steinari. Vííííí þetta verður svo gaman. Vona bara að veðrið verði líka jafn skemmtilegt svo maður geti nú verið í kjólnum sem keyptur var spes fyrir þetta tilefni í Ameríkunni. En svona miðað við veðrið hérna þá held ég að ég verði að vera svoldið þjóðleg og vera í lopapeysu yfir kjólnum svo ég frjósi ekki:)