Ríkey

þriðjudagur, maí 16, 2006

Ég er á lífi eftir hjólaferðina miklu síðasta föstudag. Verð þó að viðurkenna að sitjandinn kom ekki svo vel út úr þessari þrekraun, ég ætla allavegana ekki að hjóla aftur fyrr en ég er búin annað hvort að kaupa mér kvenhnakk eða kaupa gelpúða á hnakkinn sem er á hjólinu. En ég elska þetta veður og vona að allt sumarið verði svona, bjartsýn:)
En talandi um sumarið þá er langt síðan ég ákvað að vera bara að vinna að lokaverkefninu mínu í sumar en einhvern veginn aldrei pælt neitt í því hvernig það verður að vera hérna niðri í skóla heilt sumar. Svo í morgun þá benti Sigrún Lilja mér á það hversu sorglegt það væri að bílaplanið væri tómt því það væru allir búnir í prófum en við værum hérna ennþá, mastersnemarnir. Þá fór ég allt í einu að pæla í því hvað það verður örugglega einmannalegt hérna í sumar. Það verður þá kannski til þess að maður verði bara ennþá duglegri, hummm vonandi;)

Ég er nú ekki vön að tala mikið um pólitík en ég get ekki orða bundist yfir fréttum gærdagsins. En eins og líklegast allir vita þá snérust fréttir gærdagsins ekki um neitt annað en ölvunarakstur eins frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Eftir að hafa heyrt viðtal við formann flokksins þá fór ég að velta því fyrir mér hvort það væri lögð önnur merking í íslensku innan flokksins, þar sem formaðurinn talaði um að þessi ágæti sjálfstæðismaður hafi lent í ölvunarakstri, hummm...... Einnig var þetta orðalag notað þegar ágætur þingmaður sjálfstæðisflokksins lenti í því að svíkja út peninga og vörur og fleira........ ég skil ekki alveg hvernig geta menn bara lent í svona löguðu - er þetta ekki eitthvað sem þeir gera meðvitað en ekki óvart, nei ég bara spyr?