Ríkey

laugardagur, apríl 29, 2006

Í gær var gott vorveður en í dag er gott próflestrarveður. Verð að viðurkenna að ég er ánægð með þessa rigningu í dag því þá er mun auðveldara að halda sér við námsefnið:)

Það er alveg magnað þegar mann dreymir eitthvað raunverulegt og þegar maður vaknar þá er maður ekki alveg viss hvort það gerðist í alvörunni eða ekki. Bara svona smá pæling, því eftir að hafa hugsað málið aðeins í morgun þá var ég að fatta að símtal sem ég hélt að hefði átt sér stað í gær var bara hluti af draumi síðustu nætur. Magnað hvað maður getur verið klikkaður stundum, er samt ekki frá því að það tengist eitthvað próflestri, hehe:)