Jæja jæja maður er nú ekki horfinn af yfirborði jarðar þó svo að skólafélagarnir hafi verið farnir að halda það þar sem ég hef ekki mætt í skólann í marga daga, ólíkt mér. En hressandi veikindi voru orsök fjarveru minnar en þau eru sem betur fer að taka enda, held ég allavegana. Það er eiginlega eins gott að maður fari að hressast eitthvað þar sem að það eru bara tveir dagar í The Big Apple, víííí - verð að viðurkenna að ég er farin að hlakka pínu til, er smávegis eins og lítið barn að bíða eftir jólunum:)
mánudagur, maí 29, 2006
<< Home