Ríkey

þriðjudagur, maí 23, 2006

Síðasta helgi var tekin með menningarlegu trompi. Á föstudagskvöldinu fórum við Óli í leikhús ásamt Adda og Áu (litli bróðir Óla og kærastan hans). Við sáum leikritið Fullkomið brúðkaup og það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið að einu leikriti, ég mæli alveg með því. Síðan á laugardeginum þá fór ég á leikritið Ronja Ræningjadóttir og ég skemmti mér ekkert síður á því. Mér finnst líka alltaf svo gaman að sjá litla krakka í leikhúsi, þau eru alltaf öll á iði og svara oft leikurunum þegar þeim finnst eins og það sé verið að spyrja sig. En nei ég fór ekki ein heldur fór ég sem staðgengill systur minnar með börnin hennar. Verð reyndar að segja að mér fannst þetta soldið langt miðað við að þetta var barnaleikrit en það var 2,5 tími. En svo var mjög fyndið líka að sjá alla krakkana eftir leikritið því þá komu Ronja Ræningjadóttir og Birkir Borkason (aðalpersónurnar) fram og voru að gefa eiginhandaáritanir og allir krakkanir voru voðu spennt yfir því.
En eftir alla þessa menningu þá tók við hálfgerð ómenning á laugardagskvöldinu, Eurovisionpartý. Ég er nú samt nokkuð ánægð með sigurvegarana, svona fyrst að Silvían okkar komst ekki áfram. Það eru nú skiptar skoðanir á þessari skrímslahljómsveit en mér fannst þeir bara fyndnir:)