Ég held að sumt fólk hafi virkilega fengið ökuskírteinið sitt í Cheerios-pakka. Það voru allavegana nokkrir sem voru á undan mér í morgun á leið minni í skólann sem kunnu ekki að skipta um akrein. Hvernig getur fólk verið svona utan við sig að það taki það nokkrar mínútur að skipta um akrein og á meðan á þessu stendur þá keyrir fólk á tveimur akreinum í einu og það er vonlaust að fara fram úr. Og svo þegar einn þessara frábæru bílstjóra var loksins búinn að ákveða sig á hvorri akreininni hann ætlaði að vera (eða ég hélt það að minnsta kosti) þá var hann næstum kominn yfir aftur og beint í hliðina á mér, en ég slapp.
En annars er ég bara hress og kát, svona fyrst ég komst heil á húfi niður í skóla:)
En annars er ég bara hress og kát, svona fyrst ég komst heil á húfi niður í skóla:)