Ríkey

miðvikudagur, október 04, 2006

Alveg magnað hvað fólk getur verið tregt í hringtorgum. Það mætti stundum halda að það hafi gleymst að senda fólk í ökutíma í hvernig á að keyra í hringtorgi. Það er alltaf jafn hressandi að vera í umferðinni á morgnanna þegar allir eru úrillir og varla vaknaðir. Þetta á auðvitað ekki um mig þar sem ég tek mér góðan tíma á morgnanna til að vakna áður en ég fer út, hehe:)

Var minnt á það í gærdag hvað maður er ótrúlega háður rafmagni. Rafmagnið var sem sagt tekið af götunni minni í gær í nokkra klukkutíma því það var verið að laga eitthvað í götunni. Við vissum sem sagt fyrir fram að það yrði tekið af. En þar sem mér tókst að slökkva á vekjaraklukkunni og svaf því lengur en ég ætlaði mér þá var búið að taka rafmagnið af þegar ég vaknaði. Ég hafði nebbla ætlað mér að fara í sturtu áður en rafmagnið yrði tekið af en þar sem að rafmagnsleysi hefur ekki áhrif á heita vatnið þá brá ég á það ráð að kveikja á kertum inni á baði og fór í sturtu með kertaljós til að lýsa mér, afar rómantísk sturtuferð sem gekk stórslysalaust fyrir sig;)
En svo var greyið Óli veikur heima og hann gat ekkert gert nema látið sér leiðast þar til rafmagnið kom á aftur því hann var löngu búinn að lesa blöðin og ekki gat hann horft á sjónvarp og ekki hlustað á útvarp og því síður að hann gæti farið í tölvuna. Jább allt sem manni finnst sjálfsagt að hafa er tengt rafmagni. Soldið magnað:)