Ríkey

miðvikudagur, mars 14, 2007

Allt í plati.......

Ég hélt að það væri byrjað að vora en greinilega þá var það bara allt í plati, veðurguðirnir aðeins að stríða okkur. Verð að viðurkenna að ég hélt að skafan væri allavegana komin í frí en þurfti aðeins að grípa í hana í morgun. Annars er ekkert annað í plati enda platdagurinn 1.apríl ekki ennþá kominn þrátt fyrir að vera bara handan við hornið. Úfff hvað þessir dagar þjóta fram hjá eins og elding og það verður komið að skilum á verkefninu áður en ég veit af. Er bara að rembast við að skrifa þessa dagana og það gengur svona misjafnlega, suma daga þá flæðir frá manni textinn en aðra daga þá á maður í vandræðum með að koma einni setningu niður á blað. Vonandi verður dagurinn í dag góður til skrifta - held að kaffibollinn sem ég var að klára geri gæfumuninn;)