Ríkey

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Jæja jæja búið að vera brjálað að gera undanfarið í skólanum en þó var tími til að fara í saumó í gær og þar sem að það var öskudagurinn þá var að sjálfsögðu skylda að mæta í búningum og hér sjáið þið afraksturinn:


Sigrún fótboltakona, Margrét indjánahöfðingi, Ríkey pocahontas, Fjóla Langsokkur og Sylvía sudoku. Þokkalega flottar:)

Gerði í gær það sem ég hef verið að reyna lengi - ég fór í leikfimitíma kl.7:15 (en það þykir mjög snemmt á mínu heimili). Var mjög ánægð með að hafa komið mér framúr nógu snemma til að mæta í tímann, það hjálpaði nú helling til að ég var búin að mæla mér mót við Bjargeyju. Afrakstur tímans er svo sá að ég get varla gengið í dag fyrir harðsperrum:) en er samt eiginlega mjög ánægð með það því það hlýtur að þýða að maður hafi verið að gera eitthvað af viti. Svo er bara að vona að manni takist þetta aftur, þ.e. að fara svona snemma á fætur og drífa sig af stað. Það fer reyndar að verða auðveldara þar sem að það er farið að birta fyrr, ok kannski ekki orðið bjart kl hálfsjö ennþá en svona næstum því:)