Hér er róbótinn að gera allt ready.
Og hér er verið að mjólka beljuna sem stóð róleg allan tímann því hún fékk fóðurbæti á meðan á þessu stóð. Vonandi finnst ykkur þetta jafn spennandi og mér fannst þetta, eða kannski er ég bara svona mikið nörd:)
Hér erum við borgarbörnin í hesthúsinu
Svo eftir stórglæsilegan kvöldverð eldaðan af stórgóðum kokkum;) var farið í heitapottinn þar sem Kristín sýndi okkur hvernig maður forðast það að fá eyrnabólgu þegar það sé skítakuldi úti eins og var á laugardagskvöldið:
Það var greinilega svona gaman í heita pottinum, við erum allavegana svona líka kát:)
Vorum síðan svo heppin að vera boðin í stórsteik á sunnudagskvöldinu þar sem við hittum þessa snúllu:
Birta þurfti aðeins að skoða hvernig klipping hans frænda síns var eiginlega, henni fannst þetta stutta hár eitthvað skrítið viðkomu.
Síðan las hún blaðið fyrir afa sinn sem fylgdist spenntur með:)