Vissi að ég hefði ekki átt að segja allt væri að ganga vel. Ég var varla búin að ýta á enter og posta síðastu bloggfærslu en allt fór í klessu einu sinni enn, þ.e. mælitækin og tölvan mín eru andsetin. Þau hafa það eina markmið að reyna á þolinmæðina hjá mér, þetta hefði svo sem verið allt í lagi nema ég var föst niðri í háskóla að reyna að redda málunum en átti helst að vera komin upp í Mosó að sækja frændur mína sem ég var að passa. En sem betur fer þá kom Óli til bjargar og sótti börnin:) Þannig að héðan í frá þá mun ég ekki segja neinar fréttir af verkefninu mínu nema því sem ég er pottþétt búin með og engin hætta sé á að klúðrist;)
laugardagur, febrúar 10, 2007
<< Home