Ríkey

þriðjudagur, október 28, 2008

Var úti í Barcelona síðustu helgi í sól og 25°C, þegar komið var til Keflavíkur aftur þá langaði mig helst að snúa við og hoppa upp í næstu flugvél aftur til Spánar. Svo í morgun þá sýndi hitamælirinn á bílnum -7°C, brrrrr það tók dágóðan tíma að komast í gang enda næstum 30 gráðu munur milli daga. Það var nú samt gott að koma aftur heim því það er ekkert svo gaman að vera á ferðalagi þegar maður veit varla hvað evran kostar. Betra að vera bara hérna á klakanum þar sem maður getur notað verðlausu krónurnar sínar út í búð :)