Ríkey

sunnudagur, desember 21, 2008

Jólin eru handan við hornið og af því tilefni ákvað ég að gefa sjálfri mér jólagjöf þetta árið. Ákvað að hafa þetta gjöf sem maður gefur sjálfum sér á svona krepputímum, því þetta er ákveðið sparnaðarráð ...... ég sem sagt ákvað að splæsa á mig laseraðgerð á augunum og losa mig þar með við gleraugun. Jább nú er ég ekki lengur gleraugnaglámur ótrúlegt en satt. Búin að ganga með gleraugu í rúm 11 ár og svo núna ekki neitt framan í mér að þvælast fyrir. Verð reyndar að viðurkenna að þetta er soldið skrítið ennþá að þurfa ekki að passa gleraugun og þurfa ekki að ýta þeim upp á nefið, sem er nú samt ósjálfráð hreyfing hjá mér sem ég stóð mig að vera gera í gær. Hummm ætlaði að ýta gleraugunum upp á nefið eins og venjulega en nei það voru bara engin gleraugu til að ýta á. Finnst líka ennþá frekar skrítið að ganga fram hjá spegli en er samt mjög sátt með þessa breytingu, allavegana ennþá :) Ætli það eigi nokkur maður eftir að þekkja mig í vinnunni, ætti kannski að lita hárið á mér dökkt og þá myndi pottþétt enginn þekkja mig, hehe..... nei ég segi nú bara svona, þetta er ekki svo mikil breyting þó svo að gleraugun hverfi.... það vantar bara eitthvað smá framan í mig. En já jólin alveg að koma enda sit ég heima, hlusta á jólatónlist og pakka inn jólagjöfum, gerist varla betra en það.

Set inn eina mynd af mér gleraugnalausri þannig að þið getið farið að venja ykkur við að sjá mig svoleiðis. Þið komið hins vegar ekki til með að sjá mig í svona gulljakka alla daga, bara núna í tilefni jólanna svo njótið vel, hehe ;)