Ríkey

sunnudagur, desember 14, 2008

Tók jólagjafainnkaupa-madness í gær, fór eins og stormsveipur um búðirnar. Tókst samt bara að klára helminginn af gjöfunum en var alveg komin með nóg af þessu búðarstússi. Alveg ótrúlegt hvað þetta getur verið skemmtilegur fylgifiskur jólanna þessar blessuðu jólagjafakaup.

Í dag var svo piparkökumálun hjá mömmu og pabba

Þar sem bæði litlu og stóru börnin sýndu sína listrænu hæfileika og ég held að stóru börnin hafi haft mun meira gaman af þessu en þau litlu:)