Ríkey

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Var á leiðinni upp á Hellisheiði í dag, sem er nú svo sem ekki í frásögur færandi, nema hvað...... það var frekar mikil umferð, eins og gengur og gerist. Svo kemur sjúkrabíll með blikkandi ljós og sírenur í gangi úr hinni áttinni og allir koma sér út í kant nema bíllinn sem var fyrir framan mig. Hann notaði tækifærið og tók framúr með því að fara í "chicken" við sjúkrabílinn á miðjum veginum. Alveg magnað hvað fólk getur verið að flýta sér, en þetta sannar það að fólk er fífl.

Hef tekið eftir því að þegar karlmenn eru að tala í símann þá geta þeir ekki staðið kyrrir. Þeir verða að vera á ferðinni allan tímann meðan á símtalinu stendur. Þó þeir séu ekki að fara neitt heldur rölta bara um fram og til baka, meðan kvenfólk situr sem fastast og talar og talar. Skemmtilegur munur milli karla og kvenna sem maður sér þegar meirihluti samstarfsfélaganna eru karlkyns.