Jæja þá er desember byrjaður og enn einu sinni er orðið allt of stutt í jólin. Ég sem ætlaði að vera svo tímanlega þetta árið, hummm skil ekki hvernig mér datt í hug að ég gæti verið tímanlega með eitthvað. Mér tókst ekki einu sinni að setja aðventuljósið út í glugga á réttum degi....... getur nú varla skipt miklu máli þótt aðventan byrji nokkrum dögum seinna hjá mér en öðrum;)
Þessa vikuna er jóla-leynivinaleikur í vinnunni og það er mjög skemmtilegt að sjá fullorðið fólk missa sig í þessum leik. Allir eru mjög spenntir yfir þessu en þykjast samt ekki vera það. Strákarnir (mennirnir, veit ekki alveg hvað ég á að kalla þá) sem sitja á næstu borðum við mig í vinnunni reyna mjög mikið að lesa allt út úr sínum gjöfum. Til dæmis ef gjöfin er vel innpökkuð þá getur leynivinurinn ekki verið karlkyns, ef gefinn er bjór óinnpakkaður þá er það pottþétt karlmaður..... og alls kyns svona pælingar sem reyndar fær mann oft til að hlæja, sérstaklega þegar maður er búinn að fatta hver er vinur hvers. Svo kemur allt í ljós á föstudaginn í jólaglögginu hver er vinur hvers. En þetta hressir mann alveg við að fá smá óvæntan glaðning svona í vinnunni. Í dag fékk ég pakka af jólasmákökum og dós af jólaöli, mjög viðeigandi svona í byrjun desember. Þetta voru reyndar loftkökur sem voru uppáhaldið mitt þegar ég var lítil en eftir að hafa smakkað tvær þá mundi ég af hverju ég hef ekki borðað svoleiðis kökur í mörg ár, þetta er ekkert nema sykur og þvílíka sykursjokkið sem maður fékk. En samt góðar;)
Heyrði síðan jólalagið hans Skráms í dag í útvarpinu og held að ég hafi bara komist í jólaskap við að heyra það. Það tilheyrir einhvern veginn jólunum að hlusta á þetta lag, Kæri jóli........ þinn vinur Skrámur......
Þessa vikuna er jóla-leynivinaleikur í vinnunni og það er mjög skemmtilegt að sjá fullorðið fólk missa sig í þessum leik. Allir eru mjög spenntir yfir þessu en þykjast samt ekki vera það. Strákarnir (mennirnir, veit ekki alveg hvað ég á að kalla þá) sem sitja á næstu borðum við mig í vinnunni reyna mjög mikið að lesa allt út úr sínum gjöfum. Til dæmis ef gjöfin er vel innpökkuð þá getur leynivinurinn ekki verið karlkyns, ef gefinn er bjór óinnpakkaður þá er það pottþétt karlmaður..... og alls kyns svona pælingar sem reyndar fær mann oft til að hlæja, sérstaklega þegar maður er búinn að fatta hver er vinur hvers. Svo kemur allt í ljós á föstudaginn í jólaglögginu hver er vinur hvers. En þetta hressir mann alveg við að fá smá óvæntan glaðning svona í vinnunni. Í dag fékk ég pakka af jólasmákökum og dós af jólaöli, mjög viðeigandi svona í byrjun desember. Þetta voru reyndar loftkökur sem voru uppáhaldið mitt þegar ég var lítil en eftir að hafa smakkað tvær þá mundi ég af hverju ég hef ekki borðað svoleiðis kökur í mörg ár, þetta er ekkert nema sykur og þvílíka sykursjokkið sem maður fékk. En samt góðar;)
Heyrði síðan jólalagið hans Skráms í dag í útvarpinu og held að ég hafi bara komist í jólaskap við að heyra það. Það tilheyrir einhvern veginn jólunum að hlusta á þetta lag, Kæri jóli........ þinn vinur Skrámur......