Ríkey

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Í gær varð aldrei bjart, held ég..... allavegana þá var myrkur þegar ég fór í vinnuna og þegar ég fór heim úr vinnunni var ennþá myrkur. Tók aldrei eftir dagsbirtunni sem átti að koma þarna inni á milli. Hins vegar þegar það fór að snjóa í dag þá varð allt í einu bjart aftur:)
Finnst eins og allir séu farnir að tala um jólin en ég er einhvern veginn ekki alveg komin í jólagírinn. Ákvað samt á leiðinni heim úr vinnunni að skipta yfir á létt því þeir eru víst byrjaðir að spila jólalög ..... úfff ég var fljót að skipta um stöð því mér fannst þetta eitthvað svo rangt ;) greinilega ekki alveg komin í jafn mikið jólaskap og margir aðrir. Kannski samt gott að það sé svona langt í jólin því þá er möguleiki á að takmarkið náist, að koma sér í kjólinn fyrir jólin. Er allavegana með þvílíka strengi eftir æfinguna í gær, en var samt soldið svekkt í morgun þegar ég vaknaði ekki með sixpack, þrátt fyrir mörg hundruð magaæfingar í gær - þá verður maður víst að halda áfram að pína sig og gá hvað gerist ;)