Ríkey

sunnudagur, janúar 04, 2009


Gleðilegt nýtt ár.............

Þá er árið 2008 liðið og 2009 tekið við. Ég geri nú ekki ráð fyrir að þetta ár verði jafn viðburðaríkt hvað utanlandsferðir varðar og það síðasta enda var kvótinn fyrir utanlandsferðir maxaður held ég. Í janúar fórum við öll stórfjölskyldan til Tenerife til að fagna 60 ára afmæli mömmu, þá litum við systkinin og gamla settið svona fallega út
Síðan tók febrúar við og auðvitað var ekki hægt að sleppa því að fara til útlanda. Þá var ferðinni heitið í ítölsku dólómítana þar sem skíðað var af fullum krafti í rúma viku í frábæru veðri, góðu færi og geggjuðum félagsskap. Þó fannst ferðafélögunum ég vera hálfgerður byrjandi á skíðum þannig að ég fékk skraut eins og hinir byrjendurnir voru með í brekkunum

Síðan liðu mars, apríl og maí án utanlandsferða en farið var í einstaka gönguferð innanlands og auðvitað unnið eins og enginn væri morgundagurinn. Síðan rann upp hinn fagri júní og þá var nú nóg komið af klakanum. Ég fór með ma+pa, stóru systu og stelpunni hennar til Ítalíu í brúðkaup hjá ítölsku systur okkar. Ég held að ég hafi verið Ítali í fyrra lífi því mér finnst ítalskur matur æði og náði alveg ótrúlegum tökum á ítölskunni á aðeins viku, hehehe.........

Eftir að heim var komið tók við smá törn í vinnunni sem lauk samt eiginlega ekki fyrr en í lok október. Þannig að frá júní til lok okt. sást ég aðeins í mýflugu mynd og gerði ekki annað en að afboða mig annað hvort í gönguferðir, ferðalög, partý, grillveislur nú eða aðra mannfögnuði, ótrúlegt að ég eigi ennþá vini;) Komst samt í hina árlegu TMC útilegu í júlí með herkjum og naut þess að sitja í sólinni og slappa af. Slapp svo í smá sumarfrí um miðjan september enda búið að plana þá ferð mjög lengi. Fór til New York með verkfærðivinahópnum og eins og verkfræðingum sæmir þá var þessi ferð mjög nákvæmlega tímasett.......... þ.e. daginn sem við komum heim þá hrundi hagkerfið á Íslandi og allir hættu að fara til útlanda....... en þessi ferð var geggjuð í alla staði og er best að sýna sem minnst frá þeirri ferð, sumt á ekki heima á internetinu ;) læt samt eina mynd fylgja með frá Times square, ég er þarna einhvers staðar á myndinni



Eftir NY var haldið áfram að vinna og sem betur fer var mikið að gera þannig að hægt var að vinnu upp í skuldirnar sem söfnuðust á kortið í stóra eplinu. Verð samt að segja að NY er ein af mínum uppáhaldsborgum, finnst bara svo æðislegt að vera þarna. Síðan voru ferðafélagarnir ekki til að skemma fyrir, þið voruð æði..... þið vitið hver þið eruð...... ;) En jæja áfram með smjörið, kreppan skall á (ekki að það hafi farið fram hjá neinum) en ein utanlandsferð var samt ennþá á dagskrá og sem betur fer var ekki hætt við hana. Farið var í helgarferð til Barcelona í lok október þar sem við náðum í skottið á sumrinu áður en það kvaddi. Lentum í 29°C og sól sem var æði og að sjálfsögðu héldu Íslendingarnir niður á strönd



Í nóvember var ekki eins mikið að gera í vinnunni og loksins gat ég farið að hitta fjölskyldu og vini aftur, enda var mánuðurinn nýttur til hins ýtrasta í hinum ýmsu samkvæmum. Þegar jólamánuðurinn tók svo við fór ég að huga að jólagjöf handa sjálfri mér, alveg nauðsynlegt að kaupa svoleiðis;) Ákvað að hafa hana í stærra lagi þetta árið og eins og ég var búin að segja hérna á blogginu þá ákvað ég að fara í laseraðgerð og losa mig við gleraugun fyrir fullt og allt. Var reyndar smá efins með þessa ákvörðun mína þar sem gleraugun hafa setið á nefinu á mér síðustu 11 árin og orðin partur af mér. Held reyndar að ég hafi stundum verið að fela mig bak við þau, kannski kominn tími til að sýna sitt rétta andlit og hætt að fela sig. Þannig að núna tek ég á mót nýju ári með engin gleraugu og batnandi sjón. Set hérna inn mynd af mér með gleraugu og svo án þeirra og ég segi bara gleðilegt nýtt ár og hlakka til að hitta ykkur öll á nýju ári sem verður alveg ótrúlega skemmtilegt ár, en þó ekki jafn mikið af utanlandsferðum og á því síðasta en stefnan er tekin á ferðalög innalands núna enda kominn tími til :)




Jæja þar með lýkur stuttri yfirferð ársins 2008 sem var mjög viðburðaríkt og skemmtilegt ár, þaut reyndar hjá allt of hratt ..... hummm skil varla hvernig það gat gerst;) Vona að 2009 verði jafn gott ár, ef ekki bara betra og það drífi sig ekki alveg jafn mikið. Úff púff best að hætta áður en maður fer að verða eitthvað væminn og segi bara rock on...........