Ríkey

föstudagur, ágúst 06, 2004

Mér tókst það loksins að vakna nógu snemma og fara í leikfimi áður en ég mætti í skólann. Ótrúlegt hvað manni líður vel eftir að vera búinn að sprikla svona. Lenti svo í árás á leiðinni í skólann. Brjálaðar gæsir sem voru að taka á loft rétt náðu að lyfta sér yfir bílinn hjá mér. Þeim hefði ekki veitt af smá leikfimi, þær voru svo feitar. En í dag verður stuttur dagur, er nebbla að fara norður seinnipartinn. Það er fjölskyldumót sem að maður verður að mæta á, en það verður nú bara gaman. Stefnan er tekin á að fara að veiða á laugardaginn en ég hef ekki gert það í mörg ár. Svo er það bara spurningin ætli maður veiði eitthvað eða tekst mér að krækja önglinum í einhvern fjölskyldumeðlim....humm spurning um að vera langt frá hinum, vil ekki slasa neinn.