Vá það er komin vika síðan síðast. En tíminn hann flýgur bara frá mér þessa dagana, maður er varla kominn heim úr vinnunni þá er maður mættur aftur. En fór í þessa fínu útilegu síðustu helgi í Þrastarlund. Það fór nú samt að rigna aðeins of mikið þegar við fórum að ganga frá en við lifðum það af. Á sunndeginum komum við Óli svo heim í sturtu og svo í tvær veislur og maður borðaði alveg á sig gat. Svo er vikan bara búin að líða allt of hratt. En á morgun byrjar átakið, nei ekki megrun er löngu búin að gefast upp á svoleiðis kjaftæði. Það er læriátakið mitt sem byrjar í fyrramálið. Já núna á að fara að sökkva sér niður í bækurnar, get varla beðið:)
En ætla að slappa af í kvöld og Óli er svo hugulsamur að hann er að elda alveg dýrindismat þannig að ég get slappað af, VEI......
En ætla að slappa af í kvöld og Óli er svo hugulsamur að hann er að elda alveg dýrindismat þannig að ég get slappað af, VEI......