Ríkey

laugardagur, desember 11, 2004

Jæja jæja, nú er orðið ótrúlega stutt í heimferð. Verð að viðurkenna að það er smá fiðringur í maganum en stafar það aðallega af því að ég hef áhyggjur af að ná ekki að gera allt sem ég þarf að gera áður en ég fer. En þá er bara málið að vera ofvirkur núna í nokkra daga og redda öllu;)
En jólastemmingin er svona aðeins að aukast sérstaklega þegar maður hlustar á jólalög, sem ég er einmitt að gera núna.
En afmælisbarn dagsins er hún Ásdís skvís og ég óska henni til hamingju með afmælið;)
Best að fara að gera eitthvað og hætta að hanga í tölvunni.