Ríkey

sunnudagur, maí 29, 2005

Í sól og sumaryl...................

Það er búið að vera geggjað veður hérna síðustu daga og þá er ég að tala um sól og 30-35°C hita. Ekki sérlega einfalt að sitja inni og lesa í þessu góða veðri. En ég er komin með nýtt hobbý. Þeir sem hafa þekkt mig lengi vita að ég hef oft fengið söfnunaráráttur og safnað ýmsu skrítnu í gegnum tíðina en núna er það nýjasta: Ég er farin að safna freknum;) Jább það er nebbla svo auðvelt að safna þeim í allri þessari sól. Ég er svo ánægð með þetta veður og vona að það sé komið til að vera. Reyndar þá þoli ég ekki flugurnar sem fylgja þessu góða veðri en þær eru voða hrifnar af mér og láta það óspart í ljós með því að bíta mig eins oft og þær geta, argg....