Ríkey

föstudagur, maí 13, 2005

Hvað er að kennurum að kenna samfleitt í 2 klst og 15 mín......þetta er ekki mannlegt. Já ég var í svona ótrúlega næs tíma í morgun, kennarinn sem sagt ákvað að sleppa pásunni. Verð að viðurkenna að einbeitingin var komin út um víðan völl undir lok tímans. En næsta vika verður betri held ég þar sem ég er að fara í ferðalag með einu námskeiðinu sem ég er í. Þannig að enginn skóli bara skoðunarferðir í fyrirtæki, sem verður vonandi gaman;)
En Bjargey og Elín eru komnar að ná í mig, erum að fara á eitthvað Fest (=hátíð) hjá bruggverksmiðju sem er í þarnæstu götu:) já hérna eru bjórhátíðir á hverju strái. Þannig að þar til næst.......