Ríkey

miðvikudagur, maí 11, 2005


Þessar sætu pæjur komu og heimsóttu mig síðustu helgi:) Posted by Hello


Já þetta fríða föruneyti kom og heimsótti mig um síðustu helgi. En þetta eru mamma, Díana vinkona mömmu, Inga systir og svo er ég þarna með á myndinni:)
En helgin byrjaði á því að Hafrún og ég leigðum sitthvorn bílinn til að sækja hina opinberu heimsókn frá Íslandi. En Hafrún fékk líka heimsókn frá mömmu sinni og systur og allar komu þær með sömu vélinni. Við brunuðum upp til Frankfurt og þar hitti ég Þórey Eddu á flugvellinum, ótrúlega skemmtileg tilviljun en þá var hún að koma með sömu vél frá Íslandi. En svo komu gellurnar út og við biðum þeirra með spjald með nöfnunum þeirra á eins og gert er þegar verið er að sækja fólk í útlöndum;)
Síðan var brunað heim enda var það nú ekki mikið mál þar sem ég hafði fengið Bens bíl og var alveg þvílík pæja. Notuðum síðan bílinn til að fara í þær búðir sem voru lengst frá. Fórum svo út að borða á mexíkanskann veitingastað sem var mjög góður. Mamma og Díana fóru svo heim að sofa en Inga og ég fórum og hittum nokkra íslendinga sem höfðu hist á bar rétt hjá. Þar var fólk mikið að velta því fyrir sér hvernig við værum líkar, einhver sagði að við værum með eins nef, annar sagði að við værum með eins efri vör. Við erum náttla svo ótrúlega líkar eða þannig, hehe;)
Laugardagurinn var tekinn nokkuð snemma en ég byrjaði á því að skila bílnum sem ég hafði leigt. Síðan var þrammað niður á göngugötuna og verlsunaræðið hófst. Við skiptum liði til að geta komist yfir sem mest. Ég og Inga tókum H&M með trompi og hefur fólk ekki séð þvílíkt magn af fötum tekið með í mátunarklefann. Við sem sagt stóðum okkur eins og hetjur:) Mamma og Díana voru hins vegar aðeins nettari í sínum innkaupum. Eftir langan og strangan búðardag fórum við svo heim hálf búnar í fótunum og hresstum okkur aðeins við áður en við fórum út að borða á indverskan veitingastað. Þurftum aðeins að leita að veitingastaðnum en fundum hann svo fyrir rest. En leitin var vel þess virði því við fengum mjög góðan mat.
Sunnudagurinn var tekin með meiri rólegheitum. Við Hafrún hjóluðum út í bakarí og keyptum morgunmat og mæðradagsköku (sjá mynd í myndaalbúminu mínu), því það var einmitt mæðradagurinn. Færðum svo öllum skvísunum morgunmat í rúmið. Mamma, Inga og Díana kusu þó frekar að borða frammi til að þurfa ekki að sofa ofan á brauðmylsnu næstu nótt.
Að loknum morgunmat tók við afslöppun og kjaftagangur. Við drifum okkur síðan seint og síðar meir á fætur og röltum út í hallargarð í piknik. Við fengum smá sól með við borðuðum en rétt áður og rétt eftir piknikið þá var rigning. Fórum síðan eina ferð með lestinni sem fer í gegnum hallargarðinn, svona lítil og sæt lest. Röltum svo niður á göngugötu og fengum okkur ís og kaffi. Um kvöldið var svo farið fínt út að borða í tilefni dagsins. Allir voru mjög ánægðir með matinn og staðinn. En kvöldið endaði síðan heima og mamma, Inga og Díana pökkuðu í töskurnar því daginn eftir var komið að heimferð.
Mánudagurinn rann upp og ákveðið var að kíkja örstutt í H&M til að kaupa það sem hafði gleymst. Komum svo í seinni skipunum út á lestarstöð og ég sá þvílíkt langa röð fyrir framan mig og fékk stóran hnút í magann því ég var viss um að þær myndu missa af lestinni út á flugvöll. Ég talaði við starfsmenn hjá lestarfélaginu og fékk að fara í röð sem átti að vera hraðröð en hún gekk ekki neitt. Ég sendi svo mömmu og co upp á réttan brautarpall svo að þær gætu verið í startholunum. Ég fékk síðan að troða mér framfyrir röðina þar sem að enginn annar var að fara út á flugvöll og ég brosti auðvitað sparibrosinu mínu:) En ég kom síðan hlaupandi upp á brautarpallinn með miðana einni mínútu áður en lestin átti að fara. Þá komst ég að því að það var 5 mín. seinkun á lestinni þannig að mér tókst að kveðja þær almennilega og þakka fyrir frábæra helgi. Það var þvílíkt gaman að fá þær og segi ég bara aftur takk fyrir æðislega helgi:)
Eftir að hafa komið þeim upp í lestina þá fór ég bara í skólann, vel vakandi eftir andrenalínsflæðið sem varð við þessi miðakaup. Mér til mikillar ánægju komst ég að því seinna um daginn að það er víst hægt að kaupa miða um borð í lestinni, hummm man þetta næst;)