Ríkey

mánudagur, maí 02, 2005

Sumarið kom svo sannarlega þessa helgina til KA. Í gær og í dag var 30°C hiti og sól og maður var nánast að kafna, en ég er mjög ánægð með þetta veður. Í gær skundaði her hvítra íslendinga út í hallargarð til að ná í smá lit á kroppinn. Það tókst svona ágætlega og það bættust nokkrar freknur við á nefið. Reyndar fannst einhverri flugunni ég vera með girnilegan ökkla og ákvað að bragða aðeins á honum þannig að í dag er mig búið að klæja alveg óþarflega mikið. En fór áðan út í búð og keypti flugnafælu til að verða ekki étin meir. En það var mjög mikið af fólki úti í hallargarði í gær og meðal annars var þar par sem var svona milli 50-60 ára. Hann var ber að ofan með brúnan kropp, svart sítt hár og ekkert sérlega aðlaðandi EN konan hans (eða hvað sem hún var) var bara þarna á nærfötunum, sem væri nú svo sem ekki í frásögur færandi þar sem að þjóðverjar eru nebbla ekkert spéhræddir, nema hvað að nærfötin hennar voru svartur brjóstahaldari og MJÖG litlar svartar g-strengs buxur. Svo til að toppa þetta allt þá var hún í svörtum lokuðum mjög hælaháum skóm. Okkur brá nú smá þegar við sáum þau sitja þarna á teppi saman, en þegar þau fóru að ganga þarna um þá var okkur nú öllum lokið. Hún bara með beran (eða svo gott sem) bossann þarna og dillaði sér á eftir gæjanum sínum. Úfff maður fékk næstum því martraðir af þessu síðustu nótt.
Eins gott að maður endi ekki svona sjálfur, hehe:)