Ríkey

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Ætlaði að setja hér inn ferðasöguna frá því um páskana. Settist því niður áðan og byrjaði að skrifa. Ákvað þó að skrifa hana fyrst inn í word svo ég ætti hana nú einhvers staðar á öruggum stað. Þegar ég var búin að pikka inn öll ævintýrin þá var þetta orðið að 4 blaðsíðum í word þannig að ég ákvað að það færi ekki hingað inn, langar ekki til að drepa ykkur úr leiðindum. Þannig að verð bara að leyfa ykkur að lesa hana næst þegar ég hitti ykkur. En stutt samantekt þá fórum við til Spánar, keyrðum niður til Portúgal og svo aftur til Spánar og flugum svo heim. Fengum sól og gott veður fyrsta og síðasta daginn og þess á milli rigning og skýjað. Ferðin tókst vel og allir ánægðir. Held að þetta sé svona ágætis samantekt:) Reyni svo að setja inn myndir við tækifæri, en var að setja inn nokkrar myndir frá því að við fórum í Europapark skemmitgarðinn. Þær eru ekki neitt svo margar og þess vegna linka ég inn á myndirnar hans Tryggva.

En síðan Óli fór þá er búið að vera í gangi próflestur hérna á Werthmannstrasse. En bæði ég og Hafrún erum að fara í próf. Ég fór í fyrra prófið í morgun og það gekk allt í lagi, náði því allavegana. Svo er próf þarnæsta föstudag (15.apríl). En kennsla byrjar samt næsta mánudag (11.apríl). Gaman að byrja á nýrri önn og eiga enn eftir próf frá hinni önninni en svona er þetta hérna í KA. Veðrið hérna er búið að vera mjög gott, sól og hlýtt en það rigndi samt í gær sem er gott þegar maður er að læra. Það eina sem er ekki gott með þetta góða veður er að það eru allar pöddur og flugur að vakna til lífsins, er nú þegar búin að útrýma fyrsta óboðna skriðdýrinu. Vona að þýsku pöddurnar séu lofthræddar og þori ekki að klifra hingað upp á aðra hæð þar sem við búum;)