Ríkey

sunnudagur, júní 05, 2005

Ég þoli ekki flugur, en þær hreinlega elska mig.......argggg mér finnst þetta óþolandi að vera alltaf bitin. Af hverju eru bara sumir bitnir en aðrir ekki??? skil þetta ekki
En nóg um það. Síðasta vika var mjög skemmtileg en þá komu Fjóla, Sigrún og Viktoría í heimsókn til okkar. Hér var ýmislegt brallað og þeim var sýnt það helsta bæði að degi til jafnt sem á kvöldin;) Þakka þeim bara kærlega fyrir komuna og það var gaman að sjá þær.
En þetta verður ekki lengra í bili því ég verð að læra eitthvað áður en að Óli kemur í heimsókn. Jább það er loksins að koma að því að hann komi aftur, get varla beðið:)