Ríkey

föstudagur, júní 17, 2005

HÆ HÓ OG JIBBÍ JEI OG JIBBÍ JEI,
ÞAÐ ER KOMINN 17.JÚNÍ............
Gleðilega þjóðhátíð:)

Vaknaði í morgun frekar þreytt en náði þó að drífa mig á fætur. Fór inn í stofu og talaði við fuglana úti, eða svona næstum því. Ég var að æfa mig að fara með fyrirlesturinn sem ég hélt síðan í tímanum í morgun. Hefði einhver kíkt inn um gluggann hefði hann örugglega haldið að ég væri klikkuð. Þar sem ég stóð á miðju stofugólfinu á náttfötunum og talaði hátt og snjallt út í loftið:) En fyrirlesturinn gekk síðan bara alveg ágætlega, var bara pínu skjálfhent.

En hérna verður þjóðhátíðinni ekki fagnað fyrr en í kvöld. Það á að nota daginn í lærdóm og svo ætlum við að fara í skrúðgöngu út í búð og kaupa eitthvað gott á grillið;)
En ég segi nú bara hafið það gott um helgina og góða skemmtun í dag...........