Ríkey

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Jæja þá er fyrsti áfanginn búinn. Var að klára að flytja lokafyrirlesturinn í einum kúrsinum sem ég var í og þar með er hann búinn, þ.e. ekkert próf bara þessi fyrirlestur. Þetta gekk bara alveg ágætlega, fékk meira að segja hrós frá einum samnemenda því að þetta var svo erfitt efni. Þetta er reyndar verkefnið sem ég er búin að vera að vinna í hópvinnunni en niðurstaðan var þessi fyrirlestur. Jább hópur af útlendingum gat gert svona þvílíkt gott verkefni;) En þá eru bara 3 dagar eftir af kennslunni og svo byrjar hinn ótrúlega skemmtilegi tími sem kallast próftími....... en ágætt svosem því þá getur maður setið allan daginn og lært og þarf ekkert að mæta í tíma, maður verður að vera jákvæður ekki satt;)